Sver af sér öll tengsl

Parið Jared Kushner og Ivanka Trump.
Parið Jared Kushner og Ivanka Trump. AFP

Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sver af sér öll óeðlileg tengsl við rússnesk stjórnvöld. Þetta kemur fram í 11 blaðsíðna yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna ásakana um meint tengsl kosn­inga­fram­boðs Trump við rúss­neska ráðamenn. Yfirlýsingin birtist í New York Times. 

Kushner greinir hins vegar frá því að hafa átt í samskiptum við Sergey Kislyak, rússneska sendiherrann, og fleiri Rússa í tengslum við kosningabaráttuna árið 2016. Hann hafi alls átt fjórum sinnum í samskiptum við rússneska ráðamenn meðan á kosningabaráttu Trumps stóð

„Ég tók ekki þátt í neinu samsæri með neinni erlendri ríkisstjórn né veit ég um nokkurn annan sem gerði slíkt í kosningabaráttunni,“ áréttar Kushner í yfirlýsingunni.

Í dag mun hann sitja fyr­ir svör­um hjá einni af nefnd­um Banda­ríkjaþings vegna rann­sókn­ar á meint­um tengsl­um kosn­inga­fram­boðs Trumps við rúss­neska ráðamenn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert