Umfjöllun fjölmiðla einhliða

Samkvæmt skýrsluhöfundum fjölluðu fjölmiðlar ekki um „allir velkomnir“-stefnu Angelu Merkel ...
Samkvæmt skýrsluhöfundum fjölluðu fjölmiðlar ekki um „allir velkomnir“-stefnu Angelu Merkel með gagnrýnum hætti. AFP

Þýskir fjölmiðlar voru ekki nægjanlega gagnrýnir í umfjöllun sinni um flóttamannavandann árið 2015, samkvæmt nýrri skýrslu. Í henni segir m.a. að fjölmiðlar fjölluðu ekki um stefnu Angelu Merkel kanslara með gagnrýnum hætti, né gáfu þeir lögmætum áhyggjum venjulegs fólks vegna hins umfangsmikla aðflutnings gaum. 

Í skýrslunni, sem samin var fyrir Otto Brenner Stiftung undir forystu Michael Haller, fyrrverandi ritstjóra hjá Die Zeit, segir að fram eftir ári 2015 hafi fáar ritstjórnargreinar tekið á áhyggjum, ótta og andstöðu vaxandi fjölda fólks. Í þau skipti sem það gerðist hefði umfjöllunin verið full fyrirlitningar.

Blöðin hefðu ekki gert tilraun til að greina á milli öfgamanna og venjulegs fólks sem væri uggandi vegna óhefts aðflutnings flóttafólks. Þá hefðu blaðamenn, í stað þess að stunda gagnrýna blaðamennsku, einfaldlega hampað afstöðu hinnar pólitísku elítu.

Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að umfjöllun fjölmiðla hafi stuðlað að því að mynda gjá milli ólíkra hópa á hinu pólitíska litrófi og orðið til þess að draga úr trausti fólks á fjölmiðlum. Samkvæmt nýlegri könnun Mainz-háskóla sögðust 55% aðspurðra upplifa að fjölmiðlar lygju að þeim kerfisbundið.

Rannsókn Haller náði m.a. til Süddeutsche Zeitung, Frankfurter Allgemeine Zeitung og Die Welt en í skýrslunni segir að ekki hafi kveðið við nýjan tón fyrr en í kjölfar kynferðisárása á konur í Köln á gamlárskvöld 2015. Árásarmennirnir voru flestir frá Norður-Afríku.

Financial Times sagði frá.

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
Rýmingarsala
Rýmingarsala á bókum um helgina 50% afsláttur allt á að seljast Hjá Þorvaldi í K...
Volt rafmagnsþjónusta
Volt er löggildur rafverktaki með góða reynslu og þekkingu þegar kemur að þjónus...
Matador heilsársdekk
Matador heilsársdekk fyrir sendibíla - Tilboð 175/75 R 16 C kr. 17.500 205/75 R ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...