Hafa náð helmingi Raqa á sitt vald

Sýrlensk börn í úthverfi Raqa. Bandaríkjaher og bandamenn þeirra hafa …
Sýrlensk börn í úthverfi Raqa. Bandaríkjaher og bandamenn þeirra hafa náð helmingi borgarinnar á sitt vald. AFP

Bandaríkjaher og bandamenn þeirra hafa náð helmingi sýrlensku borgarinnar Raqa úr höndum vígamanna hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Borgin var eitt af höfuðvígjum samtakanna í Sýrlandi, en tæpir tveir mánuðir eru nú frá því að sókn hófst á borgina til að ná henni úr höndum vígamanna.

„Uppreisnarsamtökin SDF hafa nú 50% af Raqa á sínu valdi, þrátt fyrir harða mótspyrnu Ríkis íslams,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Rami Abdel Rahman hjá mannréttindasamtökunum Syrian Observatory for Human Rights.

Áhlaupið á borgina hófst 6. júní, en Ríki íslams hefur haft Raqa á valdi sínu frá því snemma árs 2014 og hafa þau staðið fyrir mörgum blóðugustu opinberu aftökum sínum þar. Þá eru þau einnig talin hafa notað Raqa sem miðstöð fyrir skipulagningu á hryðjuverkum erlendis.

Tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið stigvaxandi ofbeldi í borginni, en Sameinuðu þjóðirnar telja að um 50.000 manns séu enn föst þar inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert