Orkumálaráðherra lenti í símaati

Í símtalinu, sem hefur verið tekið upp og birt á …
Í símtalinu, sem hefur verið tekið upp og birt á netinu, talaði hann einnig um Parísarsamninginn og útflutning á kolum til Úkraínu. AFP

Orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Rick Perry, talaði opinskátt um útflutning kola til Úkraínu og fleiri mál í símtali við þann sem hann hélt að væri forsætisráðherra Úkraínu. Símtalið kom hins vegar frá tveimur rússneskum grínistum sem þekktir eru fyrir að hrekkja stjórnmálamenn og stjörnur.

Grínistarnir Cladimir Krasnov og Alexei Stolyarov eru þekktir fyrir að hrekkja þekkta aðila. Hafa þeir einnig hrekkt breska söngvarann Elton John þar sem þeir töldu honum trú um að hann væri að tala við Vladimir Putin Rússlandsforseta.

Í símtalinu, sem hefur verið tekið upp og birt á netinu, talaði hann einnig um Parísarsamninginn og útflutning á kolum til Úkraínu það því er fram kemur í frétt Reuters.

Donald Trump Bandaríkjaforseti talaði í síðasta mánuði um áætlun um aukinn útflutning kola til Úkraínu en Perry gaf til kynna að viðskiptaráðuneytið væri að vinna í málinu.

Fréttir af símtalinu komu sama dag og fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert