Slegið í bílinn fyrir drápið

Justine Damond.
Justine Damond.

Skömmu áður en hin ástralska Justine Damond var skotin til bana af lögreglumanni sló kona aftan í lögreglubílinn. Rannsakendur málsins hafa ekki gefið upp hvort það hafi verið Damond sem sló í bílinn.

Fram hefur komið að lögreglumanninum hafi brugðið við háan hvell skömmu áður en Damond kom að lög­reglu­bíln­um. Eru þessar upplýsingar sagðar varpa ljósi á hvaðan hvellurinn kom, að því er fram kemur í frétt BBC.

Damond, sem var áströlsk en bú­sett í Banda­ríkj­un­um, hafði hringt í lög­reglu til að til­kynna mögu­lega kyn­ferðis­árás. Hún var skot­in til bana af lög­reglu­mann­in­um Mohammed Noor er hún kom upp að lög­reglu­bíln­um.

Damond var ekki vopnuð. Noor skaut hana frá farþegasæti lögreglubílsins, í gegnum glugga ökumanns bifreiðarinnar. Ekki var kveikt á öryggismyndavélum lögreglumannanna þegar atvikið átti sér stað. 

Noor hefur enn ekki verið yfirheyrður vegna málsins. Yfirvöld rannsaka nú hvers vegna Damond var skotin.

Janee Harteau, lög­reglu­stjóri í Minnesota-ríki, hef­ur sagt af sér í kjöl­far málsins. Sagði hún eft­ir að málið komst í frétt­ir að at­vikið hefði ekki átt að ger­ast. Borg­ar­stjóri Minn­ea­pol­is hef­ur fall­ist á upp­sögn henn­ar. Hann seg­ist ekki leng­ur hafa borið traust til lög­reglu­stjór­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert