Bar viðleitni Trump saman við Lincoln

Scaramucci ræddi við Emily Maitlis í Newsnight á BBC.
Scaramucci ræddi við Emily Maitlis í Newsnight á BBC. AFP

Anthony Scaramucci, nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hefur líkt tilraunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að afnema Obamacare við tilraunir Abraham Lincoln til að binda enda á þrælahald.

Scaramucci var spurður um árangurslausar tilraunir forsetans í viðtali við BBC og svaraði því til að það hefði tekið Lincoln þrjár eða fjórar tilraunir til að fá sínu framgengt í þinginu, þ.a. afnám þrælahalds.

„Það var miklu erfiðara verk að ljúka heldur en það sem við erum að vinna að núna,“ sagði hann.

Spurður um andstöðu innan Repúblikanaflokksins sagði Scaramucci að það hefði tekið Obama 22 mánuði að fá þingið til liðs við sig en Trump hefði aðeins verið við stjórnvölinn í sex mánuði. 

Sagðist hann spá því að forsetanum tækist að skipta Obamacare út fyrir aðra löggjöf og gaf til kynna að stefnt væri að því að ljúka umfangsmiklum endurbótum á skattkerfinu innan sex mánaða.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert