Synja foreldrum Charlies um meiri tíma

Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í dag að Charlie Gard verði …
Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í dag að Charlie Gard verði fluttur á líknardeild og að öndunarvél hans verði tekin úr sambandi skömmu síðar.

Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í dag að hinn ell­efu mánaða gamli Charlie Gard, sem þjá­ist af ban­væn­um hrörn­un­ar­sjúk­dómi, verði fluttur á líknardeild og að öndunarvél hans verði tekin úr sambandi skömmu síðar.

Í yfirlýsingu frá Great Ormond Street-barnaspítalanum sagði að það væri Charlie ekki fyrir bestu að dvelja lengi á líknardeildinni.

Foreldrar Charlies höfðu óskað eftir fá aðstoð teymis hjúkrunarfólks til að annast hann svo þau gætu fengið lengri tíma með honum. „Þeir hafa synjað okkur um lokaóskina,“ sagði Connie Yates, móðir Charlies, í samtali við BBC. Fyrir vikið fái þau mjög skamman tíma með syni sínum.

Í Yfirlýsingu frá spítalanum sagði að þeim þætti verulega leitt að hinn djúpstæði skoðanamunur milli lækna Charlies og foreldra hans hefði verið dreginn á langinn fyrir dómstólum.

Charlie hef­ur verið viðfangs­efni bit­urr­ar laga­deilu und­an­farna mánuði, sem lauk í fyrradag er for­eldr­ar hans drógu til baka kröf­ur sín­ar um að fá að ferðast með dreng­inn til Banda­ríkj­anna til til­raun­ameðferðar. Þau féllust í kjölfarið á að leyfa honum að deyja, en óskuðu eftir að geta eytt síðustu dög­un­um með hon­um heima áður en hann verður tek­inn úr önd­un­ar­vél­inni.

Málið hef­ur vakið mikla at­hygli og heit­ar deil­ur um það hverj­ir hafi valdið til að ákveða ör­lög barns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert