Trump lætur Priebus taka pokann sinn

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert John Kelly að nýjum starfsmannastjóra ...
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert John Kelly að nýjum starfsmannastjóra í Hvíta húsinu. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað John Kelly, ráðherra heimavarnamála, nýjan starfsmannastjóra Hvíta hússins. Kelly tekur þar með við af Reince Priebus, sem Trump virðist þar með búinn að reka úr starfi.

Líkt og oft áður nýtti Trump sér samskiptamiðilinn Twitter til að kynna mannaskiptin.

Priebus hefur verið undir miklum þrýstingi undanfarið og hefur nýr samskiptastjóri Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, m.a. ítrekað gefið í skyn að Priebus beri ábyrgð á upplýsingaleka úr Hvíta húsinu.

Trump sendi frá sér röð Twitter-skilaboða nú í kvöld, þar sem hann lofar Kelly í hástert sem „frábæran Banaríkjamann“ og „frábæran leiðtoga“.

„John hefur unnið stórkostlegt starf í heimavarnaráðuneytinu. Hann hefur verið sönn stjarna í stjórn minni,“ sagði forsetinn.

Í þriðju Twitter-skilaboðunum lofaði hann Priebus. „Mig langar að þakka Reince Priebus fyrir störf sín og hollustu við þjóðina. Við komum miklu í verk saman og ég er stoltur af honum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir
Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Stálfelgur
Til sölu stálfelgur á Toyota Auris, Corolla 07- Avensis 09- ofl svartar með kopp...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...