Trump gefur eftir

Það blæs um Donald Trump þessa dagana en hann tilkynnti ...
Það blæs um Donald Trump þessa dagana en hann tilkynnti í gær að hann hefði látið starfsmannastjórann sinn fjúka. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti er samþykkur og hefur í hyggju að undirrita lagafrumvarp sem gerir þinginu kleift að hindra forsetann í að aflétta þvingunum gegn Rússlandi. Í frumvarpinu er kveðið á um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, Íran og Norður-Kóreu.

Hvíta húsið mótmælti upphaflega ákvæðum þar sem kveðið var á um að forsetinn þyrftu að leita til þingsins áður en hann aflétti umræddum refsiaðgerðum.

Að sögn Söruh Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúa forsetans, yfirfór forsetinn upphaflegu drögin og náði að semja um ákveðin atriði, og hefur nú lagt blessun sína yfir lokaútgáfuna.

Lögin hafa vakið hörð viðbrögð í Rússlandi en þarlend stjórnvöld hafa skipað Bandaríkjunum að fækka starfsmönnum sínum í landinu um niður í 455. Þeir eru nú um 1.000 talsins. Þá tilkynnti rússneska utanríkisráðuneytið að einu sumarhúsa sendiráðsins nærri Moskvu yrði lokað og afturkallaði aðgang að vöruhúsi.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar saumavélar í úrvali með 3 ára ábyrgð. Notaðar saumavélar af ýmsum tegundum...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
 
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...