Bandaríkjamenn prófa eldflaugavarnirnar

Und­an­farna mánuði hafa yf­ir­völd í Pyongyang ít­rekað gert kjarn­orku- og …
Und­an­farna mánuði hafa yf­ir­völd í Pyongyang ít­rekað gert kjarn­orku- og eld­flauga­til­raun­ir í trássi við bann Sam­einuðu þjóðanna, sem hef­ur aukið spenn­una á Kór­eu­skaga. AFP

Prófun bandarískra yfirvalda á eldflaugavarnakerfinu THAAD gekk giftusamlega í dag. Fulltrúar bandaríska hersins sögðu vonast til að setja upp kerfið á Kóreuskaganum. Viðbrögð þessi koma á hæla tilraunaskots Norður-Kóreu.

Und­an­farna mánuði hafa stjórnvöld í Pjongjang ít­rekað gert kjarn­orku- og eld­flauga­til­raun­ir í trássi við bann Sam­einuðu þjóðanna, sem hef­ur aukið spenn­una á Kór­eu­skaga.

Í prófinu á THAAD-kerfinu var eldflaug skotið úr flugvél bandaríska flughersins yfir Kyrrahafinu. Eining THAAD-kerfisins í ríkinu Alaska „varð vör við, elti uppi og stöðvaði skotmarkið“ að sögn bandarísku eldflaugavarnarstofnunarinnar.

Stofnunin segir að þetta sé í fimmtánda sinn sem prófunin heppnist af 15 prófum sem THAAD hefur gengið í gegnum.

Suður-Kórea gaf út yfirlýsingu í gær þar sem sagði að ríkið myndi einnig flýta fyrir notkun á THAAD-kerfi á sínu eigin landsvæði til að bregðast við prófunum Norður-Kóreu á eldflaugum.

AFP segir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert