Tími til umræðna um Norður Kóreu er „búinn“

Bandarísk yfirvöld hafa gefist upp á umræðum um aðgerðir Norður …
Bandarísk yfirvöld hafa gefist upp á umræðum um aðgerðir Norður Kóreu og taka til annarra ráða. AFP

Tími til umræðna um Norður-Kóreu er „búinn“ segja bandarísk yfirvöld í kjölfar þess að stjórnvöld í Pjongjang fögnuðu annarri tilraun sinni með langdræga eldflaug á föstudag.

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að það væri enginn tilgangur með því að halda áfram árangurslausum neyðarfundum öryggisráðs og varaði við að önnur léleg úrlausn ráðsins væri verri en að gera ekkert í ljósi endurtekinna brota af hálfu Norður Kóreu.

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, fagnaði því að eftir aðra tilraun með langdræga eldflaug á föstudag geti landið hitt öll skotmörk innan Bandaríkjanna en sérfræðingar segja að eldflaugin geti jafnvel náð til New York.

Bandarískir sprengju hersveitarmenn flugu í kjölfarið yfir Kóreuskaga á laugardag og í gær prófuðu bandarísk yfirvöld eldflaugavarnarkerfið THAAD sem þeir vonast til að setja upp á Kóreuskaganum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert