Scaramucci sagður látinn

Anthony Scaramucci, sem var rekinn úr starfi samskiptastjóra Hvíta hússins í gær, var skráður látinn í nemendatali Harvard-háskóla. Skólinn sendi skrá yfir fyrrverandi nemendur út í vikunni og í henni var tákn við nafn Scaramucci sem gaf til kynna að hann væri látinn. Scaramucci, sem er 53 ára að aldri, útskrifaðist frá skólanum árið 1989.

Í fréttum Washinton Post og CBS um málið segir að skráin hafi verið send út sama dag og Scaramucci var látinn taka pokann sinn í Hvíta húsinu. Hann hafði aðeins starfað sem samskiptafulltrúi í tíu daga er hann var látinn hætta.

Harvard-háskóli hefur beðið Scaramucci afsökunar á mistökunum. Nemendaskráin er gefin út á fimm ára fresti.

Anthony Scaramucci er atvinnulaus en enn sprelllifandi.
Anthony Scaramucci er atvinnulaus en enn sprelllifandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert