Tvíburar og móðir létust í slysi

Lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins.
Lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins. Wikipedia

Tvíburar og móðir þeirra létust í bílslysi í Devon-sýslu á Suðvestur-Englandi í gær. Eiginmaður konunnar var í öðrum bíl á hraðbrautinni og horfði á er bíll hennar lenti í árekstri við vörubíl með þessum hörmulegu afleiðingum.

Tvíburarnir, drengur og stúlka, voru tólf ára gamlir og móðir þeirra 43 ára. Fjölskyldan var á ferðalagi er slysið átti sér stað.

Móðirin var úrskurðuð látin á vettvangi og systkinin á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Lögreglan rannsakar tildrög slyssins en annað alvarlegt bílslys varð á sama stað á sunnudag.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert