Þrif sonarins vöktu grunsemdir

Ryan Lock.
Ryan Lock.

Móðir tvítugs bresks hermanns sem hafði barist með Kúrdum í Sýrlandi en skaut sig til bana frekar en að verða tekinn til fanga af vígasveitum Ríkis íslams, segist hafa farið að gruna að eitthvað væri í gangi með son sinn þegar hann þreif herbergið sitt. 

Ryan Lock, frá Vestur-Sussex í Bretlandi lést 21. des­em­ber í bar­daga við Ríki íslams um höfuðvígi sam­tak­anna í Sýr­landi, Raqqa. Miðað við púður­leif­ar sem fund­ust und­ir höku Lock er talið full­víst að hann hafi framið sjálfs­víg.

Frétt mbl.is: Sjálfsvíg frekar en Ríki íslams

Lock, sem var mat­reiðslumaður, fór til Sýr­lands í ág­úst í fyrra eft­ir að hafa tjáð fjöl­skyldu og vin­um að hann væri að fara í sum­ar­leyfi til Tyrk­lands.

Móðir hans hefur nú sagt að fátt hafi gefið til kynna að sonur hennar hygðist berjast með und­ir merkj­um Vernd­ar­sveita þjóðar­inn­ar (YPG) í Sýrlandi, en eitt af því sem hafi hringt viðvörunarbjöllum hafi verið sú staðreynd að hann hafi þrifið herbergi sitt hátt og lágt áður en hann hélt utan. 

Segir hún son sinn hafa orðið laumulegan áður en hann fór, og eytt miklum tíma í tölvunni. Þá hafi hann þrifið herbergið sitt óvenjulega mikið. „Það var eitt af því sem ég setti spurningarmerki við. Ég spurði hann: „Ætlarðu að koma aftur því þú ert búinn að þrífa herbergið þitt hátt og lágt?“ Undir niðri voru hlutir sem hringdu viðvörunarbjöllum en ég fékk engin svör,“ sagði hún.

Faðir hans, Jon Lock, hefur áður sagt frá því að frá því fjöl­skyld­an fékk þess­ar hörmu­legu frétt­ir um and­lát hans hafi þau átt mjög erfitt með að fá frek­ari upp­lýs­ing­ar um and­lát hans.

Frétt Telegraph.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert