Á yfir höfði sér 20 ára fangelsisvist

Michelle Carter og Conrad Roy.
Michelle Carter og Conrad Roy. Skjáskot af The Telegraph

Hin tví­tuga Michelle Cart­er á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist, en hún var í júní fundin sek um mann­dráp af gá­leysi eft­ir að hafa hvatt kær­asta sinn, Conrad Roy III, til sjálfs­vígs með smá­skila­boðum. Refsing hennar verður ákvörðuð í dag.

Fyr­ir þrem­ur árum fannst Roy lát­inn í bíl sín­um á bíla­stæði við versl­un í Fair­haven í Massachusetts-ríki. Dánar­or­sök­in var kolt­ví­sýr­ingseitrun. Carter hafði sent Roy hundruð skilaboða þar sem hún hvatti hann til að taka eigið líf. 

„Þetta er rétti tíminn og þú ert tilbúinn... gerðu það bara ástin,“ skrifaði Carter meðal annars í skilaboðum sem hún sendi Roy sama dag og hann tók eigið líf. „Ég elska þig. Dreptu þig,“ skrifaði hún jafnframt.

Faðirinn biðlar til dómara

Faðir stúlkunnar, David Carter, hefur biðlað til dómarans að gefa dóttur sinni vægasta mögulega dóminn. „Ég bið til Guðs að þú munir taka til greina að Michelle var vandræðaunglingur og viðkvæm í mjög erfiðum aðstæðum og gerði hræðileg mistök,“ skrifaði hann í bréfi til dómarans. 

Sagðist hann jafnframt vona að hún fengi aðeins skilorðsbundinn dóm og yrði gert að fara í sálfræðimeðferð. „Ég er 100 prósent viss um að hún hafi verið að gera það sem hún taldi rétt fyrir Conrad,“ skrifaði faðirinn.

Lawrence Mon­iz, dóm­ari í mál­inu, sagði í júní að Carter væri sek um „grimmi­lega og gá­leys­is­lega hegðun“. Í smá­skila­boðunum hafði hún skipað Roy að fara aft­ur inn í bíl­inn sinn og fremja sjálfs­morð en Roy hafði stígið út úr bíln­um því hann hafið hætt við og haft sam­band við kær­ustu sína.

Frétt mbl.is: „Ég elska þig. Dreptu þig“

Frétt mbl.is: Fundin sek um morð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Dökkblár Citroen C4 til sölu
Dökkblár Citroen C4 til sölu. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð 250 þúsund. Á...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
UTSALA TOYOTA RAV 4 MODEL 1995 TIL 2000 VARAHLUTIR
Framleiðandi-Toyota Tegund-Jeppi Ár-1995 Akstur-351.000 Eldsneyti-Bensín ...
 
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...