Á yfir höfði sér 20 ára fangelsisvist

Michelle Carter og Conrad Roy.
Michelle Carter og Conrad Roy. Skjáskot af The Telegraph

Hin tví­tuga Michelle Cart­er á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist, en hún var í júní fundin sek um mann­dráp af gá­leysi eft­ir að hafa hvatt kær­asta sinn, Conrad Roy III, til sjálfs­vígs með smá­skila­boðum. Refsing hennar verður ákvörðuð í dag.

Fyr­ir þrem­ur árum fannst Roy lát­inn í bíl sín­um á bíla­stæði við versl­un í Fair­haven í Massachusetts-ríki. Dánar­or­sök­in var kolt­ví­sýr­ingseitrun. Carter hafði sent Roy hundruð skilaboða þar sem hún hvatti hann til að taka eigið líf. 

„Þetta er rétti tíminn og þú ert tilbúinn... gerðu það bara ástin,“ skrifaði Carter meðal annars í skilaboðum sem hún sendi Roy sama dag og hann tók eigið líf. „Ég elska þig. Dreptu þig,“ skrifaði hún jafnframt.

Faðirinn biðlar til dómara

Faðir stúlkunnar, David Carter, hefur biðlað til dómarans að gefa dóttur sinni vægasta mögulega dóminn. „Ég bið til Guðs að þú munir taka til greina að Michelle var vandræðaunglingur og viðkvæm í mjög erfiðum aðstæðum og gerði hræðileg mistök,“ skrifaði hann í bréfi til dómarans. 

Sagðist hann jafnframt vona að hún fengi aðeins skilorðsbundinn dóm og yrði gert að fara í sálfræðimeðferð. „Ég er 100 prósent viss um að hún hafi verið að gera það sem hún taldi rétt fyrir Conrad,“ skrifaði faðirinn.

Lawrence Mon­iz, dóm­ari í mál­inu, sagði í júní að Carter væri sek um „grimmi­lega og gá­leys­is­lega hegðun“. Í smá­skila­boðunum hafði hún skipað Roy að fara aft­ur inn í bíl­inn sinn og fremja sjálfs­morð en Roy hafði stígið út úr bíln­um því hann hafið hætt við og haft sam­band við kær­ustu sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Óléttubekkur aðeins 70.000 beige eða cinnamon á litinn
Egat Era Óléttubekkur www.egat.is sími 8626194 Verð:70.000 vatns og olíuheldur...
Sherlock er rúmlega eins árs og sást sí
Sherlock er rúmlega eins árs og sást síðast 30. Nóvember um svona 6 leitið. Hann...
Starttæki 560 amper start 60 amp hleðsla
Öflug startæki , gott verð 12 og 24 volt með klukkurofa, til á lager . 230 volt ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...