Drónar til að vernda forsetann

AFP

Leyniþjónusta Bandaríkjanna skipuleggur prófun nýrra leiða til öryggiseftirlits með notkun dróna við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í golfklúbbi sínum í New Jersey síðar í mánuðinum.

Í frétt Reuters segir að í skjali sem leyniþjónustan birti á miðvikudag mun dróni undir stjórn þeirra fljúga í um eitt hundrað metra hæð yfir golfklúbbi Trumps í Bedminster þar sem áætlað er að forsetinn muni eyða miklum tíma síðar í mánuðinum.

Dróninn er búinn myndavélum og hitamyndavélum til þess að greina mögulegar ógnir við forsetann. Þá nær eftirlitið einnig á svæði með einkalóðum en leyniþjónustan mun láta gesti golfklúbbsins vita af tækinu. Allar myndir og myndbönd sem verða tekin verður eytt innan 30 daga sé efnið ekki hluti af yfirstandandi rannsókn á þeim tíma.

Leyniþjónustan neitaði að svara frekari spurningum um prófunina en sagði að hún myndi gefa upplýsingar um mögulega notkun slíkra tækja til að vernda forsetann.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert