Hitinn fór yfir 50 gráður

AFP

Íbúar og ferðamenn í Suður-Evrópu eru að kafna úr hita þessi dægrin og áhrifin af hitabylgjunni eru skelfileg - að minnsta kosti fimm eru dánir og uppskerubrestur mun kosta milljarða evra. Ástand sem talið er, samkvæmt fréttAFP, að muni versna á komandi áratugum. Í gær fór hitinn í Campania, héraðinu í kringum Napólí, í 55 gráður á Celsius (að teknu tilliti til raka og vinds -perceived).

AFP


Fimm eru látnir í Rúmeníu og Ítalíu og en hitabylgjan nær víðar því hitinn er flestum óbærilegur á Íberíuskaganum, Suður-Frakklandi, Balkanskaganum og Ungverjalandi. Mikið álag er á sjúkrahúsum á Ítalíu þar sem margir hafa þurft að leggjast inn vegna afleiðinga af öfgakenndu veðurfari.

Hitinn hefur ítrekað farið yfir 40 gráður áCelsius í þessum löndum frá því um mánaðamótin og hefur aukið enn á hörmungar bænda á þessum svæðum eftir þurrkatíð í síðasta mánuði. Í Portúgal létust 60 í skógareldum í júlí og í Suður-Frakklandi geisuðu skógareldar fyrir stuttu.

AFP

Kona lést í ítölsku Ölpunum í gærkvöldi eftir að bifreið hennar varð undir vatns- og leðjuflóði skammt frá skíðasvæðinu Cortina d'Ampezzo þegar skyndilega brast á með úrhellis rigningu. Tveir eldri borgarar létust í skógareldum í Abruzzo-héraði á Ítalíu á fimmtudag.

Í Rúmeníu hafa tveir látist, þar á meðal landbúnaðarverkamaður sem fékk hjartaáfall þar sem hann var við störf í þrúgandi hitanum í Mogoşeşti í norðausturhluta landsins. 

AFP

Talið er að vín og ólífu-framleiðsla muni dragast saman um 15 og 30% í ár en matvælaframleiðendur spá því að þeir muni tapa milljörðum evra vegna lítillar uppskeru í ár. 

Í Róm hafa ferðamenn látið viðvaranir um að þeir eigi yfir höfði sér sekt sem vind um eyru þjóta og stokkið út í gosbrunna í borginni til þess að kæla sig niður. Þrátt fyrir kæfandi hita þá hefur ferðamönnum ekki fækkað á þessum slóðum og í dag virtist biðröðin fyrir utanUffizi-safnið í Flórens endalaus. Skipti þar engu að starfsmenn safnsins neyddust til þess að loka safninu þegar loftkælingin gaf sig. Ástæðan var ekki tæknileg eðlis heldur sú að ekki var hægt að dæla upp vanti úr ánniArno sem hefur þornað upp í hitanum.

AFP

Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi vara íbúa landsins við því að fara varlega og halda sig innandyra yfir heitasta tíma dagsins. Enda mörgum í fersku minni þegar 15 þúsund manns létust í hitabylgjunni árið 2003. 

Frétt Ansa - Perceived heat hits 55 degrees in Campania

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert