Reyndi að selja fyrirsætu á netinu

Pawel Lukasz Herba.
Pawel Lukasz Herba. AFP

Breskri fyrirsætu var byrluð ólyfjan og hún numin á brott á Ítalíu í síðasta mánuði. Var henni haldið í viku af Pólverja sem búsettur er í Bretlandi en hann reyndi að selja hana á uppboði á huldunetinu (dark web), að sögn ítölsku lögreglunnar.

Þetta er mynd af ljósmyndastúdíóinu sem hann narraði fyrirsætuna til …
Þetta er mynd af ljósmyndastúdíóinu sem hann narraði fyrirsætuna til að koma í myndatöku. AFP

Fyrirsætan, sem er tvítug, var sprautuð með svæfingarlyfinu ketamín í handlegginn eftir að hafa verið tæld til þess að mæta í myndatöku skammt frá aðalbrautarstöðinni í Mílanó 11. júlí.

AFP

Mannræninginn og aðstoðarmaður hans afklæddu stúlkuna, mynduðu og bundu áður en þeir fluttu hana í farangursrými bifreiðar og óku með hana á sveitabæ í Piedmont-héraði.

Lukasz Pawel Herba, sem er þrítugur, hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja mannránið en hann hefur gefið afar ótrúverðugar skýringar á atvikinu að sögn saksóknara.

Upplýsingar um glæpahópinn sem Herba sagðist tilheyra.
Upplýsingar um glæpahópinn sem Herba sagðist tilheyra. AFP

Rannsóknarlögreglan er ekki fullkomlega viss um hvort Herba hafi verið alvara með því að bjóða fórnarlambið upp á netinu eða hvort hann hafi aðeins verið að hóta þessu til þess að fá greitt lausnarfé.

Herba krafði umboðsmann stúlkunnar og fjölskyldu hennar um 300 þúsund evrur í bitcoin-rafmynt.

Enginn tók þátt í uppboðinu á netinu og ekki er víst aðHerba hafi haft yfir að ráða nauðsynlegum tengiliðum til þess að skipuleggja slíka aðgerð eða hvort aðeins um óra hans hafi verið að ræða að sögn lögreglu.

Munir sem lögregla lagði hald á.
Munir sem lögregla lagði hald á. AFP

„Órar eða ekki. Það sem liggur fyrir er að hann er afar hættulegur maður sem byrjaði fórnarlambi sínu ólyfjan, rændi henni og tróð henni ofan í farangurspoka í skotti bifreiðar,“ segir aðstoðarsaksóknari Mílanó, Paolo Storari á fréttamannafundi í dag.

Húsið sem ungu konunni var haldið.
Húsið sem ungu konunni var haldið. AFP

Hans útgáfa er ótrúverðug en hann neitar því ekki að hafa verið með henni þann tíma sem hennar var saknað bætti Storari við.

Ekki hefur enn fengist skýring á því hvers vegna Herba ákvað 17. júlí að fara með ungu konuna aftur til Mílanó og láta hana lausa skammt frá sendiráði Breta í borginni þar sem hann var handtekinn.

AFP

Hann sagði við ungu konuna að hann gæti ekki haldið henni lengur þar sem hún ætti ungt barn og glæpasamtökin sem hann sagðist tilheyra bönnuðu slíkt athæfi. Lögreglan segist hins vegar ekki vera viss um að samtökin séu einu sinni sinni til.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert