Bretar reiðubúnir til að greiða 40 milljarða evra

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Bretar eru undirbúnir undir að þurfa að greiða allt að 40 milljarða evra til Evrópusambandsins í fjárhagslegu uppgjöri við brotthvarf ríkisins úr sambandinu. Þetta kemur fram í Sunday Telegraph.

Þetta er í fyrsta skipti sem bresk yfirvöld nefna hversu há fjárhæðin er sem Bretar eru reiðubúnir að greiða við skilnaðinn. Upphæðin er langt frá þeirri fjárhæð sem ESB telur rétt að Bretar greiði en í Brussel er rætt um 100 milljarða evra. 

Frétt Telegraph byggir á ónafngreindum heimilum innan bresku ríkisstjórnarinnar en þar kemur fram að Bretar muni aðeins greiða fjárhægðina ef ESB samþykkir hana sem hluta af svonefndum samhliða-viðræðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert