Rekinn fyrir ummæli um konur og tækni

AFP

Bandaríska tæknifyrirtækið Google vék í gær starfsmanni úr starfi sem skrifaði í minnisblaði til annarra starfsmanna fyrirtækisins að kynjahallann í Kísildal megi rekja til þess hversu ólík kynin eru líffræðilega. Það útskýri hvers vegna svo fáar konur starfi í tæknigeiranum.

Google hefur ekki staðfest opinberlega að starfsmaðurinn hafi verið rekinn úr starfi en fregnin var eins og olía á eld umræðu um pólitískan rétttrúnað og að fyrirtækið væri að koma í veg fyrir málfrelsi starfsmanna. Í svari Google til AFP fréttastofunnar kemur fram að fyrirtækið tjái sig ekki um málefni einstakra starfsmanna.

Í tölvupósti til starfsmanna segist forstjóri Google, Sundar Pichai, styðja rétt starfsmanna til þess að tjá sig og að margt að því sem komi fram í minnisblaðinu sé eðlilegt að fjalla um. Aftur á móti séu atriði í minnisblaðinu sem brjóti gegn siðareglum fyrirtækisins og fari yfir mörk þess sem eðlilegt er og styðji við bakið á hættulegum klisjum um mismun kynjanna. 

Að segja að hluti af samstarfsmönnum okkar séu þannig að þeir séu verr til þess fallnir líffræðilega til þess að gegna því starfi sem þeir gegna en aðrir er ekki í lagi, segir Pichai í póstinum. Siðareglur Google feli í sér að útiloka áreitni, ógnanir, hlutdrægni og ólöglega mismunun hjá fyrirtækinu.

Pichai ver aftur á móti í tölvupóstinum rétt starfsmanna til þess að gagnrýna þjálfun starfsmanna hjá Google og hugmyndafræði vinnustaðarins. „Höfundurinn hefur rétt á að tjá sig um skoðanir sínar um þessi málefni,“ segir Pichai í tölvupósti til starfsmanna í gær.

Hér er hægt að lesa nánar um málið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...