Starfsmenn tali ekki um loftslagsbreytingar

Reykur stígur á loft frá orkufyrirtæki í Búlgaríu. Mengun af …
Reykur stígur á loft frá orkufyrirtæki í Búlgaríu. Mengun af mannavöldum er talin eiga stóran þátt í loftslagsbreytingunum. AFP

Starfsfólki bandarísku umhverfisstofnunarinnar (USDA) er ráðlagt að tala ekki um loftslagsbreytingar við vinnu sína, heldur eigi það frekar að nota lýsinguna „veðuröfgar“. Þetta kemur fram í röð tölvupósta sem vefur Guardian hefur undir höndum.

Segir Guardian tölvupóstana sýna að stjórn Dondald Trumps Bandaríkjaforseta hafi haft mikil áhrif á orðafar sumra ríkisstarfsmanna varðandi loftslagmálin.

Í bréfi sem Bianca Moebius-Clune, forstjóri jarðvegsmála hjá stofnunni, sendi starfsfólki, þá listar hún upp hugtök og heiti sem starfsfólk ætti að forðast að nota og hvaða orð ætti að nota í þess stað. „Loftslagsbreytingar“eru eitt orðanna sem á að forðast og þess í stað á að nota lýsinguna „veðraöfgar“. Þá á að skipta út „aðlögun loftslagsbreytinga“ fyrir „þanþol veðuröfga“.

Hugtakið að „draga úr gróðurhúsa lofttegundum“ ratar einnig á svarta listann og skildu starfsmenn frekar tala um „uppbyggingu lífræns jarðefnis og aukningu næringarskilvirkni“. „Kolaefnabinding“ víkur þá sömuleiðis fyrir „uppbyggingu lífrænna jarðefna.“  

Moebius-Clune sendi starfsfólki sínu póstinn í febrúar á þessu ári og hvatti starfsfólk til að láta listann ganga. „Við breytum ekki forminu, bara hvernig við tölum um það,“ sagði Moebius-Clune í bréfi sínu og að starfsmaður fjölmiðladeildar USDA hafi ráðlagt henni hvernig „draga ætti úr valkvæðum skilaboðum í augnablikinu.“

Guardian nefnir einnig póst Jimmy Bramblett, aðstoðarforstjóra NRCS, einnar undirstofnunnar USDA, þar sem stjórnendur eru hvattir til að gera starfsmönnum sínum grein fyrir breyttri stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum. „Varfærni“skulu gætt við umræðu um gróðurhúsalofttegundir og þá muni stofnunin hætta að láta að loftgæðarannsóknir sínar ná til þessara gastegunda.

Þá eru póstar milli starfsmanna USDA sagðir sína óöryggi þeirra um hvaða orðalag sé leyfilegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert