Svara með „eldi og ofsabræði“

Donald Trump Bandaríkjaforseti er hann lét orðin falla um Norður-Kóreu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti er hann lét orðin falla um Norður-Kóreu. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ef stjórnvöld í Norður-Kóreu halda áfram að hóta Bandaríkjunum verði þeim svarað með „eldi og ofsabræði“.

Trump lét þessi orð falla eftir að dagblaðið The Washington Post greindi frá því að ríkisstjórn Kims Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu, hefði búið til kjarnaodd sem væri nógu lítill til að komast fyrir í einni af eldflaugum þeirra.

„Norður-Kórea á að hætta að hóta Bandaríkjunum. Þeim verður svarað með eldi og ofsabræði á borð við það sem heimurinn hefur aldrei áður orðið vitni að,“ sagði Trump.

„Hann [Kim Jong-Un] hefur verið mjög ógnandi, umfram það sem eðlilegt getur talist og eins og ég sagði þá verður þeim svarað með eldi og ofsabræði, satt best að segja valdi, á borð við það sem heimurinn hefur aldrei áður kynnst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert