Lýsir yfir stuðningi við Margréti Danadrottningu

Danski þjóðarflokkurinn hefur lýst yfir stuðningi sínum við Margréti Þórhildi …
Danski þjóðarflokkurinn hefur lýst yfir stuðningi sínum við Margréti Þórhildi Danadrottningu. AFP

Það hefur verið „ótrúlega dapurlegt“ að fylgjast með ummælum Hinriks prins undanfarna daga og þeim orðum sem hann hefur látið falla um eiginkonu sína Margréti Þórhildi Danadrottningu. Þetta segir Kristian Thulesen Dahl, formaður Danska Þjóðarflokksins, sem kom drottningunni til varnar á blaðamannafundi að loknu þriggja daga sumarþingi flokksins.

„Það sem við getum gert sem flokkur er að leggja áherslu á stuðning okkar við drottninguna og það mikilvæga starf sem hún vinnur,“ segir Thulesen Dahl við danska miðilinn DR. Danska konungsfjölskyldan stendur í deilum þar sem Hinrik prins hefur lýst því yfir að hann vilji ekki vera jarðsettur við hlið drottningarinnar og segir hana hafa haft sig að fífli.

Hann vildi ekki tjá sig sérstaklega um ákvörðun Hinriks að verða ekki jarðsettur við hlið eiginkonu sinnar eða óánægju hans með stöðu sína innan fjölskyldunnar.

„En auðvitað er ég meðvitaður um það að þetta er dapurleg staða að vera í. Þá er þetta sérstaklega dapurlegt ástand fyrir konungsfjölskyldu, við sem flokkur ætlum ekki að blanda okkur inni í það,“ segir Thulesen Dahl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert