Bretum neitað um vatn?

AFP

Breskur embættismaður hefur fullyrt að fulltrúum Bretlands á löngum samningafundum samningamönnum Evrópusambandsins um úrsögn landsins úr sambandinu hafi verið neitað um vatn. Fjallað er um málið á fréttavef dagblaðsins Daily Telegraph.

Fram kemur í fréttinni að framganga Evrópusambandsins kunni að hafa verið til þess hugsauð að ná yfirhöndinni á viðræðufundunum að mati embættismannsins. Er þannig gert að því skóna að engan veginn hafi verið um einhverja yfirsjón að ræða.

Fjallað er einnig í fréttinni um að forystumenn Bretlands óttist hlearnir og annað slíkt í tengslum við umræðurnar. Fyrir vikið sé fulltrúum í viðræðunefnd Breta bannað að ganga með snjallúr á viðræðufundum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert