Hentu 180 manns fyrir borð

AFP

Að minnsta kosti fimm flóttamenn drukknuðu og 50 er saknað eftir að smyglarar skipuðu 180 flóttamönnum að fara frá borði skammt frá Jemen. Í gær drukknuðu 29 flóttamenn við svipaðar aðstæður.

Alþjóðastofnun innflytjendamála (InternationalOrganization for Migration (IOM), segir í tilkynningu að verið væri að hlúa að 25 af flóttamönnunum sem voru neyddir frá borði í morgun á ströndinni í Jemen. Ekki hefur fengist staðfest þjóðerni fólksins. 

Í gær neyddu smyglarar 120 Sómala og Eþíópíubúa frá borði skammt frá Jemen en afar vont var í sjóinn. 29 drukknuðu og 22 er enn saknað. Smyglararnir henda fólkinu frá borði til þess að komast hjá handtöku fyrir að smygla fólki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert