Hentu 180 manns fyrir borð

AFP

Að minnsta kosti fimm flóttamenn drukknuðu og 50 er saknað eftir að smyglarar skipuðu 180 flóttamönnum að fara frá borði skammt frá Jemen. Í gær drukknuðu 29 flóttamenn við svipaðar aðstæður.

Alþjóðastofnun innflytjendamála (InternationalOrganization for Migration (IOM), segir í tilkynningu að verið væri að hlúa að 25 af flóttamönnunum sem voru neyddir frá borði í morgun á ströndinni í Jemen. Ekki hefur fengist staðfest þjóðerni fólksins. 

Í gær neyddu smyglarar 120 Sómala og Eþíópíubúa frá borði skammt frá Jemen en afar vont var í sjóinn. 29 drukknuðu og 22 er enn saknað. Smyglararnir henda fólkinu frá borði til þess að komast hjá handtöku fyrir að smygla fólki. 

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...