Manning: Svona lítur frelsi út

Chelsea Manning fyrir Vogue.
Chelsea Manning fyrir Vogue.

„Ætli það sé ekki svona sem frelsi lítur út,“ skrifar banda­ríski hermaður­inn Chel­sea Mann­ing á Twitter í dag þar sem hún deilir ljósmynd af sér sem tekin var fyrir tímaritið Vogue. Á myndinni er Manning í rauðum sundbol, en hún kemur fram í viðtali við Vogue þennan mánuðinn þar sem hún fjallar um líf sitt eftir fangelsi. 

Manning var látin laus úr fangelsi í maí eftir að hafa setið inni í sjö ár fyrir að hafa lekið hundruðum þúsunda skjala í eigu banda­rískra stjórn­valda til upp­ljóstr­un­ar­síðunn­ar Wiki­leaks árið 2010.

Mann­ing var dæmd í 35 ára fang­elsi af her­dóm­stóli árið 2013 en hún var hand­tek­in 2010. Barack Obama, þáver­andi Banda­ríkja­for­seti, mildaði dóm­inn yfir Mann­ing í janú­ar.

Mann­ing, sem er 29 ára göm­ul, greindi frá því dag­inn eft­ir að hún var dæmd af her­dóm­stóln­um að hún hefði upp­lifað sig sem sem konu frá barnæsku og vildi lifa eft­ir­leiðis sem kona und­ir nafn­inu Chel­sea. 

„Mitt markmið fyrir næsta hálfa árið er að finna út úr því hvert ég vil fara,“ sagði Manning í samtali við Vogue. „Ég er með ákveðin gildi sem ég vil halda í: ábyrgð og samkennt. Þetta er mjög mikilvægt fyrir mér. Gerðu og segðu og vertu sá sem þú ert því sama hvað gerist ertu elskaður skilyrðislaust. Skilyrðislaus ást. Það er í lagi að vera sú sem ég er.“

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Leðursófi til sölu
Tveggja sæta leðursófi til sölu. Verð 15 þúsund. Staðsettning Grafarvogur. ...
Hlaupabraut /Göngubraut
NordicTrack hlaupabraut innflutt af Erninum 3 ára Nýyfirfarin á verkstæði og...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...