Skjólið reynist eitrað

Fólk af ýmsum þjóðarbrotum, svo sem Rómafólk sætir ofsóknum og er komið fram við það eins og skepnur í Kosovo, segir Florim Masurica sem krefst bóta fyrir fatlaðan son sinn. Hann er einn þeirra barna sem talið er að hafi orðið fyrir blýmengun í búðum sem Sameinuðu þjóðanna komu upp undir lok síðustu aldar.

Flestir íbúar Kosovo er af albönskum uppruna og börðust þeir fyrir sjálfstæði Kosovo frá Serbíu á árunum1998-1999. Töldu þeir að Rómafólkið sem bjó í Kosovo á þessum tíma væri á bandi Serba og réðust gegn þeim. Um tilefnislausar ásakanir var að ræða því Róma-fólk hafði lítil sem engin afskipti af stríðsátökunum.

Rómabarn í Mitrovica.
Rómabarn í Mitrovica. AFP

Einhverjir úr hópi Róma voru teknir af lífi af uppreisnarmönnum og aðrir neyddir til þess að flýja. Heimili þeirra voru rænd og eyðilög eftir að serbneski herinn yfirgaf Kosovo eftir loftárásir NATO á landið. UNMIK (United Nations Interim Administration Mission in Kosovo), fór með æðstu stjórn mála á svæðinu um árabil en um stofnun innan Sameinuðu þjóðanna er að ræða. 

Hverfi Rómafólks, Mahalla, í borginni Mitrovica í Norður-Kosovo, var nánast jafnað við jörðu. Um 600 íbúar þess fengu skjól í fimm búðum sem voru reknar á vegum UNMIK. Til stóð að fólkið byggi þar í 45 daga en margir þeirra enduðu með að búa þar árum saman.

Svæðið sem búðirnar voru settar upp á var mjög mengað en íbúar í búðunum höfðu ekki grun um hversu mengað andrúmsloftið var sem þeir önduðu að sér. Eins var jarðvegurinn mjög mengaður þar sem þarna hafði mikið af eitruðum úrgangi verið urðað líkt og sýnt hefur verið fram á með sýnatöku á svæðinu.

Strax árið 2004 fóru mannréttindasamtök að benda  að ekki væri eðlilegt hversu slæmt heilsufar Rómabarna í búðunum var. Þau glímdu við söðugan höfuðverk, námsörðugleika, tanngómar þeirra voru svartir, þau fengu oft krampa og voru með háan blóðþrýsting. 

Börn í Rómahverfinu í Mitrovica.
Börn í Rómahverfinu í Mitrovica. AFP

Árið 2006 fór UNMIK að flytja fólk á brott úr búðum þar sem ástandið var verst en aðrar búðir störfuðu til 2010 og 2013. Fyrir einhverja íbúa var það hins vegar orðið of seint. Skaðinn var skeður.

Bajram Babajboks, sem er 65 ára, segir allir í hans fjölskyldu glími við eftirköst blýmengunar en hann á fjórar dætur, sjö syni og 60 frændur og frænkur sem bjuggu í búðunum.

80% af jarðveginum hættulegur vegna blýmagns

Í febrúar í fyrra var gefin út skýrsla af teymi sérfræðinga em skipað var af Sameinuðu þjóðunum þar sem fjallað er um ástandið í búðunum. Í skýrslunni er vísað í rannsóknir sem WHO lét gera árið 2004 sem sýnir að flest börn í flestum búðanna í Kosovo voru með allt of mikið blýmagn í blóði sínu. Jafnfram kom fram að yfir 80% af jarðveginum í búðunum og nágrenni var hættulegur vegna þess hversu mikið blý var í honum. 

Sérfræðingur í áhrifum umhverfis á heilsufar fólks, Klaus-Dietrich Runow, tók hársýni af íbúm búðanna árið 2005: „Aldrei áður hefur fundist jafn mikið magn þungmálma í hársýni og þarna,“ segir Runow.

Ekki mönnum bjóðandi

Niðurstaða skýrslunnar er sú að aðstæður í búðunum hafi ekki verið mönnum bjóðandi og bágborin heilsa þeirra sem þar bjuggu er rakin til blýmengunar.

Hrúgur af iðnaðarúrgangi eru enn til staðar þar sem Zitovac-búðirnar voru. „Eitrað ryk þakti búðirnar í hvert skipti sem vind hreyfði segir Veli Jashari.

Jetullah Veliu er 16 ára gamall.
Jetullah Veliu er 16 ára gamall. AFP

„Sonur minn fæddist lamaður,“ segir Jashari sem sagði AFP fréttastofunni sögu fjölskyldunnar. Jetuallh, sem er 16 ára, er í hjólastól en hann segir að sig dreymi um að geta staðið í fæturna einhvern daginn. „Mig langar að vera eins og aðrir. Mig langar að ganga í skóla,“ segir Jetullah.

Jashari segir að annar sonur hans sé einnig lamaður. Sejdullah er fimm ára og fæddist eftir að fjölskyldan yfirgaf búðirnar en faðir hans telur að Sejdullah hafi erft eitrunina frá foreldrum sínum. 

Jafnvel lítið magn getur valdið miklum skaða

Samkvæmt WHO eru börn sérstaklega viðkvæm fyrir taugaeiturs áhrifum blýs og jafnvel lítið magn getur haft alvarlega afleiðingar og valdið miklum skemmdum á taugakerfi barna.

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, tjáði sig um aðkomu Sameinuðu þjóðanna að málinu og sagðist harma þær þjáningar sem íbúar í búðunum þurftu að ganga í gegnum. Greindi hann frá því að sjóður yrði settur á laggirnar til þess að veita Rómafólki sem þar bjó aðstoð. 

AFP

Kujtim Pacaku, sem er fyrrverandi þingmaður í Kosovo, segir að siðferðilega rangt að halda að hægt sé að bæta fyrir þessa misnotkun með peningum. Meira þurfi að koma til. Að málið verði rannsakað og fært til bókar. Þau skilaboð verði send út að ekki sé hægt að koma fram við fólk með þessum hætti vegna þess að viðkomandi er Róma. 

Sameinuðu þjóðirnar verði að axla ábyrgð

Mannréttindavaktin hefur tekið málið upp og tekur undir með þingmanninum fyrrverandi. Að Sameinuðu þjóðirnar verði að axla ábyrgð. 

Artan Bajrami, sem er 36 ára, segir að hann hefði aldrei samþykkt að fara í búðirnar ef hann hefði vitað hvaða hætta biði hans þar. Sonur hans sem er 15 ára gamall fæddist í búðunum. Hann stingur við vegna þess að fótur hans er vanskapaður.

16 ára piltur, Erduan Masurica, er glímir við svipað vandamál. En því til viðbótar fær Masurica ekki að ganga í skóla því hann stamar og er á eftir jafnöldrum sínum í andlegum þroska. Því leikur hann sér við lítil börn, segir móður hans, Elhame, 33 ára, sem eignaðist Erduan í Cesmin Lug búðunum.

Með stuðningi frá alþjóðasamfélaginu, einkum Evrópusambandinu, hefur Mahalla hverfið verið byggt upp að nýju. Þrátt fyrir það vofir blýmengunin og áhrif hennar yfir íbúunum sem sætta sig ekki lengur við að vera álitin annars flokks þegnar í Kosovo.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert