Heil fjölskylda dæmd fyrir þrælahald

Fjölskyldan fjármagnaði dýran lífsstíl með þrælahaldi.
Fjölskyldan fjármagnaði dýran lífsstíl með þrælahaldi. Mynd/Skjáskot af vef BBC

Ellefu meðlimir sömu bresku fjölskyldunnar hafa verið sakfelldir fyrir nútíma þrælahald eftir árslöng réttarhöld í máli þeirra. Um er að ræða tíu karlmenn og eina konu, en fólkið rak fyrirtæki sem sérhæfði sig í lagfæringum á heimkeyrslum. BBC greinir frá.

Fórnarlömbin, sem störfuðu hjá fyrirtæki fjölskyldunnar, bjuggu við skelfilegar aðstæður í hjólhýsum, án rennandi vatns og salernisaðstöðu. Var þeim gert að vinna mjög langa vinnudaga, fengu lítil sem engin laun og matur var af skornum skammti. Stundum var þeim gert að borða afganga af mat fjölskyldunnar.

Fórnarlömbin voru á aldrinum 18 til 63 ára og höfðu mörg hver starfað fyrir fjölskylduna árum saman. Eitt fórnarlambanna hafði starfað fyrir fjölskylduna í 26 ár. Fyrirtækið græddi á tá og fingri og með rekstrinum fjármagnaði fjölskyldan mjög svo dýran lífsstíl sinn; ferðalög til framandi landa, lúxusbíla, fegrunaraðgerðir og dekurdaga.

Fórnarlömbin eru öll sögð hafa verið í viðkvæmri stöðu, jafnvel heimilislaus, en þau voru sótt af fjölskyldumeðlimum víða um Bretland. Var þeim aldrei gerð grein fyrir lagalegum réttindum sínum sem starfsfólki fyrirtækisins, og þrátt fyrir að þeim væri ekki haldið sem gíslum, voru þau háð þeim fjárhagslega og tilfinningalega og beitt líkamlegu ofbeldi, sem gerði flótta nánast ómögulegan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Til sölu Ford Escape jeppi
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn tæpar 120 þús mílur. Vel ...
UTSALA TOYOTA RAV 4 MODEL 1995 TIL 2000 VARAHLUTIR
Framleiðandi-Toyota Tegund-Jeppi Ár-1995 Akstur-351.000 Eldsneyti-Bensín ...
Vandaðir gúmmíbátar, slöngubátar, CAMO
Gúmmíbátur, slöngubátur. Bátarnir eru 3,30 m á lengd og 1,52 m á breidd. Geym...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...