Trump íhugar „hernaðar möguleika“ í Venesúela

Donald Trump segist nú íhuga hernaðaríhlutun í Venesúela.
Donald Trump segist nú íhuga hernaðaríhlutun í Venesúela. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú íhuga hernaðaríhlutun vegna aukins hættuástands í Venesúela. Hann segir ástandið í landinu vera „mjög hættulega óreiðu.“

„Við höfum marga möguleika varðandi Venesúela, þar af hernaðar möguleika ef til þarf,“ segir Trump við fjölmiðla í New Jersey.

„Við erum með hermenn út um allan heim á stöðum sem eru langt í burtu. Venesúela er ekki mjög langt í burtu og fólkið þar þjáist og er deyjandi.“

Frétta­skýr­ing mbl.is: Sam­fé­lag að rifna á saum­un­um

Banda­rík­in hafa sett viðskipta­bönn á landið og Trump hef­ur kallað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, ein­ræðis­herra. Stjórnvöld í Venesúela hafa svarað með því að segja Bandaríkin „gera sig að fífli fyrir framan allan heiminn.“

Trump segir ástandið í Venesúela hafa verið á meðal umræðuefna á fundi sem hann stjórnaði í New Jersey á föstudag. „Venesúela er óreiða. Mjög hættuleg óreiða og ástandið er mjög dapurt,“ segir hann.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Þurrkari
White Westinghouse - amerísk gæða heimilistæki 11 kg þurrkari - öflugur > 4500 ...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...