Trump íhugar „hernaðar möguleika“ í Venesúela

Donald Trump segist nú íhuga hernaðaríhlutun í Venesúela.
Donald Trump segist nú íhuga hernaðaríhlutun í Venesúela. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú íhuga hernaðaríhlutun vegna aukins hættuástands í Venesúela. Hann segir ástandið í landinu vera „mjög hættulega óreiðu.“

„Við höfum marga möguleika varðandi Venesúela, þar af hernaðar möguleika ef til þarf,“ segir Trump við fjölmiðla í New Jersey.

„Við erum með hermenn út um allan heim á stöðum sem eru langt í burtu. Venesúela er ekki mjög langt í burtu og fólkið þar þjáist og er deyjandi.“

Banda­rík­in hafa sett viðskipta­bönn á landið og Trump hef­ur kallað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, ein­ræðis­herra. Stjórnvöld í Venesúela hafa svarað með því að segja Bandaríkin „gera sig að fífli fyrir framan allan heiminn.“

Trump segir ástandið í Venesúela hafa verið á meðal umræðuefna á fundi sem hann stjórnaði í New Jersey á föstudag. „Venesúela er óreiða. Mjög hættuleg óreiða og ástandið er mjög dapurt,“ segir hann.

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
 
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...