Trump íhugar „hernaðar möguleika“ í Venesúela

Donald Trump segist nú íhuga hernaðaríhlutun í Venesúela.
Donald Trump segist nú íhuga hernaðaríhlutun í Venesúela. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú íhuga hernaðaríhlutun vegna aukins hættuástands í Venesúela. Hann segir ástandið í landinu vera „mjög hættulega óreiðu.“

„Við höfum marga möguleika varðandi Venesúela, þar af hernaðar möguleika ef til þarf,“ segir Trump við fjölmiðla í New Jersey.

„Við erum með hermenn út um allan heim á stöðum sem eru langt í burtu. Venesúela er ekki mjög langt í burtu og fólkið þar þjáist og er deyjandi.“

Frétta­skýr­ing mbl.is: Sam­fé­lag að rifna á saum­un­um

Banda­rík­in hafa sett viðskipta­bönn á landið og Trump hef­ur kallað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, ein­ræðis­herra. Stjórnvöld í Venesúela hafa svarað með því að segja Bandaríkin „gera sig að fífli fyrir framan allan heiminn.“

Trump segir ástandið í Venesúela hafa verið á meðal umræðuefna á fundi sem hann stjórnaði í New Jersey á föstudag. „Venesúela er óreiða. Mjög hættuleg óreiða og ástandið er mjög dapurt,“ segir hann.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Rúmgóð risíbúð
Rúmgóð risíbúð í rólegu fjórbýlishúsi með góðum garði í Suðurhlíðum Kópavogs til...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...