„Hlauparanum“ sleppt úr haldi

Lögreglan birti í vikunni myndband af atvikinu.
Lögreglan birti í vikunni myndband af atvikinu. Skjáskot/Myndband lögreglu

Karlmanni á fimmtugsaldri, sem lögregla handtók vegna gruns um að hann hefði hrint konu í veg fyrir strætisvagn í Lundúnum, hefur verið sleppt úr haldi.

Maðurinn heitir Eric Bellquist og var handtekinn á fimmtudag vegna atviksins. Lögmenn hans segja að hann hafi óvefengjanlega sönnun um að hann hafi verið í Bandaríkjunum þegar það átti sér stað, á Putney-brúnni í Vestur-Lundúnum þann 5. maí.

Lögregla hefur því hafið aftur leitina að hlauparanum, en honum er lýst sem hvítum manni á fertugsaldri, með brún augu og stuttklippt brúnt hár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert