Brjálaður vegna skorts á þýsku

Frjármálaráðherra Þýskalands segist vera brjálaður yfir því að starfsfólk veitingastaða …
Frjármálaráðherra Þýskalands segist vera brjálaður yfir því að starfsfólk veitingastaða í Berlín tali ekki þýsku. AFP

Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis Þýskalands og samflokksmaður Angelu Merkel kanslara landsins kvartaði nýlega yfir því að starfsfólk veitingastaða í Berlín talaði ekki þýsku. 

„Það gerir mig brjálaðan að sumir þjónar í Berlín tala aðeins ensku,“ sagði Jens Spahn í viðtali við Neue Osnabrücker Zeitung og bætti við að þetta myndi aldrei viðgangast í París. Þetta kemur fram í frétt The Guardian

Hann sagði að friðsamleg sambúð milli innfæddra og innflytjenda í Þýskalandi byggðist á því að allir tali heimatunguna. „Það er eitthvað sem við getum og ættum að búast við af hverjum innflytjenda.“

Aukin enskunotkun veldur óánægju 

Kvörtun Spahn kemur í kjölfar greinar í dagblaðinu Tagesspiegel þar sem höfundur greindi frá heimsókn sinni á veitingastað í vinsælu hverfi í Berlín þar sem enginn af þeim fjórum þjónum sem unnu þar töluðu þýsku.

Þá skrifuðu þrír þingmenn mismunandi flokka til kanslarans og ríkisstjórnarinnar í síðustu viku og fóru fram á að stutt yrði við notkun þýsku í opinberum störfum og innan stofnana Evrópusambandsins. Sögðu þeir að of mörg skjöl í Brussel væru aðeins aðgengileg á ensku og frönsku.

Stjórnmálakonan Ramona Pop hefur hins vegar hvatt fyrirtæki í Berlín til þess að bæta enskukunnáttu sína. „Margir gera sér ekki grein fyrir því enn að Berlín er einnig enskumælandi borg,“ sagði hún og bætti við að aukið tvítyngi í borginni gefi Berlín visst forskot á París.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert