„Ekki minn forseti“

Donald Trump Bandaríkjaforseta biðu óblíðar móttökur þegar hann kom í sína fyrstu heimsókn í íbúð sína í Trump turninum í New York í gærkvöldi. Þar höfðu um eitt þúsund mótmælendur komið saman með skilti sem meðal annars stóð á: „Ekki minn forseti“. Þetta er í fyrsta skipti sem Trump kemur í íbúð sína frá því hann sór embættiseið fyrr á árinu.

Trump ætlar að dvelja í nokkra daga á Manhattan áður en hann snýr aftur á sveitasetur sitt í Bedminster, New Jersey, þar sem hann lýkur sumarleyfi sínu.

Trump nýtur lítilla vinsælda í New York og þurfti lögregla að rýma götur í nágrenni við Turninn á Fifth Avenue svo hann kæmist heim. „Hey, hey! rasistinn Trump þarf að fara,“ sungu mótmælendur meðal annars. Eins mátti lesa áletranir eins og: FU TRUMP.

„Ekki Trump, ekki KKK, ekki fasista Bandaríki!“ sungu mótmælendur og bættu við „Ást ekki hatur. Það er það sem gerir Bandaríkin frábær!“

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert