Jagger berst fyrir málstað í heimalandinu

Bianca Jagger mótmælti í dag byggingu skurðar í heimalandi sínu …
Bianca Jagger mótmælti í dag byggingu skurðar í heimalandi sínu Níkaragva en talið er að framkvæmdirnar munu leggja nágrenni í rúst ásamt því að fjöldi fólks þarf að yfirgefa heimili sín. AFP

Leikkonan og fyrrverandi eiginkona söngvara Rolling Stone, Bianca Jagger, tók þátt í mótmælum í dag gegn byggingu meiriháttar skurðar í heimalandi sínu, Níkaragva. Talið er að um 30.000 til 120.000 manns muni þurfa að yfirgefa heimili sín vegna framkvæmdanna.

Bianca gekk til liðs við mótmælendur sem gengu í bænum La Fonesca og mótmæltu framkvæmdum skurðarins en bærinn og nágrenni hans mun að öllum líkindum leggjast í rúst í vegna verkefnisins.

„Ég er hér til þess að gefa þeim stuðning minn og sýna þeim að þau eru ekki ein, að málsstaður þeirra er réttlátur,“ sagði Jagger í viðtali við AFP fréttastofuna.

Bað hún forseta Níkaragva, Daniel Ortega, að hætta við verkefnið. Yfirvöld í landinu hafa gefið kínversku fyrirtæki leyfi til þess að byggja skurðinn sem þau vona að muni veita Panama skurðinum samkeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert