Ljónum bjargað frá Aleppo

Dýraverndunarsamtök sendu fulltrúa sína til Aleppo í Sýrlandi nýverið til að sækja dýr í yfirgefnum dýragarði í borginni. Eitt sinn var gestkvæmt í garðinum en eftir að stríðið í Sýrlandi braust út hafa tugir dýra drepist þar og önnur verið við slæma heilsu.

Samtökin fluttu þrettán dýr til Jórdaníu, m.a. ljónynju sem fæddi hvolpa sína skömmu eftir komuna í nýju heimkynnin. Ólíklegt er að hvolparnir hefðu lifað af í dýragarðinum í Aleppo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert