Minnkandi stuðningur stórfyrirtækja

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Fjórir forstjórar fyrirtækja hafa yfirgefið ráðgjafarnefnd Hvíta hússins um framleiðslu í kjölfar viðbragða Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við blóðugum átökum sem brutust út á sam­komu hvítra kynþátta­hat­ara í Char­lottesville í Virg­in­íu um helgina.

Nafn Scotts Pauls, forseta bandalags um bandaríska framleiðslu, bættist í dag við lista forstjóra sem hafa yfirgefið ráðgjafarnefnd Hvíta hússins um framleiðslu. Hinir þrír eru forstjórar Merck Pharmaceutical, Under Armour og Intel.

Paul skrifaði á Twitter að það hafi verið það rétta í stöðunni og svaraði Trump um hæl að fyrir hvern sem segir sig úr nefndinni séu margir sem geta komið í þeirra stað.

Úrsögn Pauls gefur til kynna minnkandi stuðning stórfyrirtækja við stjórn Trumps og eru líkur taldar á því að fleiri munu segja sig úr nefndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert