Minnkandi vinsældir Macrons

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Vinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, hafa minnkað verulega undanfarið og er nú svo komið að hann er óvinsælli en forveri hans Francois Hollande var á sama tíma í embættistíð sinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar.

Fram kemur í frétt franska dagblaðsins Le Figaro að eftir að hafa verið 100 daga í embætti væru 36% ánægð með verk forsetans samkvæmt könnuninni samanborið við 46% ánægju með störf Hollandes þegar hann hafði verið 100 daga í embætti.

Einnig kemur fram í könnuninni, sem gerð var af fyrirtækinu Ifop, að einungis 23% Frakka telji að Frakkland sé á réttri leið samanborið við 45% í ágúst 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert