600 manns bjargað við stendur Spánar

600 manns var í dag bjargað við stendur Spánar þar …
600 manns var í dag bjargað við stendur Spánar þar sem þau reyndu að komast til landsins frá Marokkó. AFP

Spænska landhelgisgæslan bjargaði í dag nærri 600 hælisleitendum sem lögðu leið sína yfir hafið á milli Marokkó og suðurströnd Spánar. Fólkið kom á 15 bátum og einni sæþotu.

Talsmaður landhelgisgæslunnar sagði að 599 manns hafi verið bjargað í byrjun dags sem er gríðarlegur fjöldi á einum degi. Þeirra á meðal voru að minnsta kosti 35 einstaklingar undir lögaldri og eitt ungbarn á flótta undan óróa og fátækt í heimalöndum sínum.

Þrisvar sinnum fleiri flóttamenn hafa komið til landsins miðað við sama tímabil í fyrra en talið er að tölur hælisleitenda á Spáni muni hækka töluvert í ár, jafnvel að Spánn muni taka fram úr Grikklandi í þeim málum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert