Fundu líkamsparta í Róm

Maður hefur verið handtekinn í Róm fyrir að myrða systur …
Maður hefur verið handtekinn í Róm fyrir að myrða systur sína og höggva hana í hluta sem hann henti í ruslatunnur í einu af fínni hverfum borgarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ítalskur maður hefur verið handtekinn fyrir að drepa systur sína og höggva líkama hennar í hluta sem hann svo henti í ruslatunnur í einu af fínni hverfum Rómarborgar.

Dagblaðið Corriere della Sera og aðrir ítalskir fréttamiðlar greindu frá því í dag að Maurizio Diotallevi, 62 ára, hafi játað að hafa myrt systur sína Nicolettu, 59 ára, eftir rifrildi þeirra á milli sem snerist um peninga. 

Á þriðjudag fann ung kona fótleggi konunnar í ruslatunnu í Parioli, eitt af dýrustu hverfum borgarinnar, og lét lögreglu vita. Daginn eftir fundust höfuð og bringa fórnarlambsins í annarri ruslatunnu nálægt heimili þeirra systkina.

Í kjölfarið handtók lögreglan Diotallevi eftir að upptökur úr öryggismyndavél sýndu hann henda einhverju í ruslatunnuna þar sem fótleggirnir fundust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert