Höfrungskálfur deyr úr stressi vegna ferðamanna

Höfrungskálfinn rak á spænska strönd eftir að hafa týnt móður …
Höfrungskálfinn rak á spænska strönd eftir að hafa týnt móður sinni. Kálfurinn var handleikinn og myndaður af erlendum ferðamönnum. Ljósmynd/Equinac

Höfrungskálfur, sem rak á spænska strönd, drapst úr hræðslu og stressi eftir að hafa verið myndaður og handleikinn af erlendum ferðamönnum. Kálfurinn hafði týnt móður sinni og rak á land í Mojacar í Andalúsíu á Spáni.

Samkvæmt upplýsingum úr grein BBC hefur spænski dýraverndarhópurinn Equinac fordæmt „sjálfselsku“ ferðamannanna og sagt hana ástæðu þess að kálfurinn þjáðist og þurfti að þola hræðslu og stress.   

Forvitnir strandgestir hófu að taka myndir og sjálfur með kálfinum, …
Forvitnir strandgestir hófu að taka myndir og sjálfur með kálfinum, sem drapst í kjölfarið úr hræðslu og stressi. Ljósmynd/Equinac

Hópurinn, sem starfar við það að verndar sædýralíf svæðisins, skrifaði í Facebook-færslu á spænsku: „Hinir forvitnu náðu valdi á dýrinu til að handfjatla það og mynda.“

Þá segir í færslunni: „Þessi dýr eru afar vernduð, að trufla þau, að valda þeim skaða, að stjórna þeim og áreita er bannað með lögum og við biðjum alltaf um virðingu og tillitssemi í þeirra garð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert