Sakar Lufthansa um einokun á markaði

Ryanair ásakar Lufthansa, í samstarfi við ríkisstjórn Þýskalands, um að …
Ryanair ásakar Lufthansa, í samstarfi við ríkisstjórn Þýskalands, um að einoka markarð með því að endurreisa eignir flugfélagsins Air Berlin. AFP

Flugfélagið Ryanair hefur sakað Lufthansa og þýsku ríkisstjórnina um einokun á markaði en Lufthansa vinnur að því að kaupa flugvélar Air Berlin með aðstoð þýska ríkisins. 

Ryanair sagði að um „augljóst samsæri“ væri að ræða á milli Þýskalands, Lufthansa og Air Berlin um að endurreisa starfsemi flugfélagsins. Ríkisstjórn Þýskalands hefur hafnað ásökununum og segir að stuðningur þýska ríkisins við flugfélagið færu ekki gegn reglum um varnir gegn auðhringum. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Air Berlin lýsti yfir greiðsluþroti í vikunni eftir að stærsti hluthafinn, Etihad Airways, lýsti því yfir að hann myndi ekki veita félaginu frekari fjárhagsstuðning. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert