Theresa May átaldi ummæli Trump

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, átaldi ummæli Bandaríkjaforseta um að báðar …
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, átaldi ummæli Bandaríkjaforseta um að báðar fylkingarnar sem áttust við í Charlottesville væru ábyrgir fyrir ódæðunum þar. AFP

Forsætisráðherra Bretlands Theresa May átaldi Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir ummæli hans á blaðamannafundi um að ofbeldið í Charlottesville í Virginíu væri sök beggja fylkinga sem þar laust saman.

Hvítir kynþáttahatarar komu saman í borginni til að mótmæla áformum um að fjarlægja styttu af Robert E. Lee hershöfðingja sem fór fyrir her Suðurríkjanna í borgarastyrjöld Bandaríkjanna árin 1861 til 1865.

„Ég sé ekki samasem merkið milli þeirra sem höfðu uppi fasískar skoðanir og þeirra sem andmæltu þeim,“ hefur RT eftir May. „Ég tel mikilvægt að allir í ábyrgðarstöðum fordæmi ofstækisfullar hægriskoðanir þegar þær heyrast okkur.“

Fjöldi þingmanna breska Verkamannaflokksins hafa skorað á May að draga til baka boð um opinbera heimsókn Bandaríkjaforseta til Bretlands sem er áætluð í janúar á næsta ári.

Frétt RT um málið.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert