Fleiri en 400 látnir eftir aurskriðuna í Síerra Leóne

Í gær voru 300 manns grafnir í nágrannabæ höfuðborgarinnar, Waterloo, …
Í gær voru 300 manns grafnir í nágrannabæ höfuðborgarinnar, Waterloo, við hlið fórnalamba ebólu. AFP

Fleiri en 400 eru látnir eftir aurskriðuna sem féll í hlíð skammt frá Freet­own, höfuðborg Síerra Leóne. á mánu­dags­morg­un. Fleiri en 600 er enn saknað. Þetta staðfesti Rauði krossinn í Síerra Leóne í dag. Yfirmaður Rauða Krossins óskar eftir frekari aðstoð frá alþjóðasamfélaginu en 300 voru grafnir í gær og þeir sem hafa misst heimili sín eru án nokkurs húsaskjóls. 

Á mánudaginn rigndi mikið í borginni og féll skriða yfir byggðina og gjöreyðilagði og skildi fjölda húsa eft­ir á kafi í drullu. Marg­ir voru enn í vær­um svefni er skriðan féll og urðu því inn­lyksa á heim­il­um sín­um.

„Í dag teljum við fleiri en 400 manns látna,“ sagði …
„Í dag teljum við fleiri en 400 manns látna,“ sagði El­hadj As Sy, yf­ir­maður Rauða kross­ins. AFP

Óskar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins

„Í dag teljum við fleiri en 400 manns látna,“ sagði El­hadj As Sy, yf­ir­maður Rauða kross­ins í Sierra Leóne, á blaðamannfundi í Genf í Sviss. Fleiri en 300 fórnalömb voru grafin í nágrannabænum Waterloo í gær, við hlið fórnalamba síðustu krísu þjóðarinnar, ebólu. Meira en þriðjungur þeirra voru börn. 

Sy segir að ríkisstjórnin geti ekki leyst úr kreppunni ein og hefur óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Að hans sögn sofa þeir sem ekki geta snúið heim aftur úti „vegna þess að það er ekki nægilegt skjól fyrir alla“.

Hér má sjá menn fylgjast með björgunaraðgerðum, en margir eru …
Hér má sjá menn fylgjast með björgunaraðgerðum, en margir eru innlyksa í húsum sínum. Fleiri en 400 eru látnir. AFP

Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar

Bæði íbúar Síerra Leóne og sérfræðingar hafa sett spurningamerki við hve lítið ríkisstjórn þjóðarinnar hefur gert til að takast á við ólöglegar byggingarframkvæmdir og skógeyðingu á útjöðrum borgarinnar, en það á að hafa haft áhrif á umfang aurskriðunnar.

Ákall Rauða krossins virðist ætla að hafa áhrif en Bretland hefur lofað fimm milljónum punda þjóðinni til aðstoðar, Kína einni milljón dollara og ýmis lönd í Vestur-Afríku hafa gefið bæði fjármagn og matvæli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert