Árásinni beint gegn konum

Flaggað í hálfa stöng í finnsku borginni Turku þar sem ...
Flaggað í hálfa stöng í finnsku borginni Turku þar sem tveir féllu í árás í gær. AFP

Lögreglan í Finnlandi rannsakar nú hvort að tengsl hafi verið milli árásarinnar í Turku í gær og þeirrar sem gerð var í Barcelona á fimmtudag. Árásarmaðurinn í Finnlandi, sem var skotinn og handtekinn, er frá Marokkó. Sá sem talinn er hafa ekið bílnum á mannfjöldann ár Römblunni er einnig þaðan. Unnið er með Europol að rannsókn málsins.

Finnska lögreglan segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða er maðurinn, sem er átján ára, hóf að stinga vegfarendur á markaðstorgi borgarinnar. Hún segir að vísbendingar séu um að árásin hafi verið skipulögð. Fimm voru handteknir í íbúð í Turku í nótt, grunaðir um að tengjast málinu. Þeir eru einnig marokkóskir ríkisborgarar. Þá hefur lögreglan lagt hald á bíl og lýst eftir manni sem sagður er hættulegur en haldi ekki til í Finnlandi í augnablikinu.

Tveir létust í árásinni og átta liggja særðir á sjúkrahúsi. Á blaðamannafundi sem lögreglan hélt í dag kom fram að árásinni hafi verið beint gegn konum. „Við höldum að árásarmaðurinn hafi ráðist sérstaklega gegn konum og að mennirnir sem særðust hafi verið að koma þeim til varnar,“ sagði aðstoðaryfirlögregluþjónninn Christa Cranroth á fundinum.

Yngsta fórnarlambið var fimmtán ára og það elsta 67. Fórnarlömbin eru af ýmsum þjóðernum, m.a. finnsk, bresk, ítölsk og sænsk.

Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp og lögreglan vill ekki svara því hvort að hann hafi áður komið við sögu hennar.

Íbúar Turku komu saman í dag og lögðu blóm á torgið þar sem árásin varð gerð. Fréttamiðlar segja að fleiri lögreglumenn en venjulega séu á götum borgarinnar.

Fréttir sænskra og danskra ríkismiðla um málið.

Íbúar Turku komu saman í dag og lögðu blóm og ...
Íbúar Turku komu saman í dag og lögðu blóm og kerti á markaðstorgið þar sem árásin var gerð síðdegis í gær. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
 
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...