Létust er veislutjald fauk

Slysið varð í Sankt Johann am Walde í norðurhluta Austurríkis.
Slysið varð í Sankt Johann am Walde í norðurhluta Austurríkis. Skjáskot/Google Maps

Tveir létust og 120 slösuðust, þar af tuttugu alvarlega, er veislutjald fauk í Austurríki í mjög slæmu veðri.

Atvikið átti sér stað í Sankt Johann am Walde í norðurhluta landsins seint í gærkvöldi. Um 650 manns voru inni í tjaldinu er slysið varð.

„Gríðarlegur vindur reif tjaldið að mestu í burtu,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar vegna málsins. Tveir létust er brak úr tjaldinu lenti á þeim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert