Lýsa yfir ábyrgð á hnífaárásunum

Borgin Surgut í Rússlandi.
Borgin Surgut í Rússlandi. Af Wikipedia

Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á hnífaárásunum sem gerðar voru í bænum Súrgút í Rússlandi rétt fyrir miðnætti að staðartíma í gær. Lögregla skaut árásarmanninn til bana. Maðurinn særði sjö að því er rússneskir fjölmiðlar greina frá en enginn lést í árásunum. Um 360 þúsund manns búa í bænum.

„Sá sem gerði hnífaárásina í Súrgút í Rússlandi er hermaður Ríkis íslams,“ sagði Amaq fréttaveita Ríkis íslams í yfirlýsingu. Hópurinn lýsti einnig yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert