Trump þakkaði Bannon samstarfið

Trump og Bannon, degi eftir embættistöku Trumps. Bannon er nú …
Trump og Bannon, degi eftir embættistöku Trumps. Bannon er nú hættur. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkaði Steve Bannon fyrrverandi aðalráðgjafa sínum samstarfið í tvíti í morgun en Bannon lét af störfum í Hvíta húsinu í gær. Hann var mikilvægur bandamaður Trump í kosningabaráttunni gegn Hillary Clinton og fylgdi honum síðan inn í Hvíta húsið.

Bannon mun hverfa til fyrri starfa fyr­ir fréttamiðil­inn Breit­bart News en þar mun hann aft­ur taka við starfi stjórn­ar­for­manns. „Ef það er einhver óvissa þarna úti, þá skal ég skýra hana: Ég er að fara úr Hvíta húsinu og í stríð fyrir Trump gegn óvinum hans í Washington, í fjölmiðlum eða stórfyrirtækjunum,“ sagði Bannon stuttu eftir að hann hætti.

Bannon var af mörg­um tal­inn einn helsti áhrifa­vald­ur á þjóðern­is­stefnu for­set­ans, auk þess að hafa með því fylgi sem hann nýt­ur hjá hægriöfga­sinn­um átt sinn þátt í að Trump sigraði í for­seta­kosn­ing­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert