Antonov nýr sendiherra Rússa í Bandaríkjunum

Anatoly Antonov.
Anatoly Antonov. AFP

Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, skipaði Anatolí Antonov aðstoðarutanríkisráðherra sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Tekur hann við embættinu af Sergei Kislyak.

Fremur stirt stjórnmálasamband hefur verið á milli ríkjanna tveggja undanfarin misseri, ekki síst vegna ásakana um að Rússar hafi haft óeðlileg afskipti af forsetakosningunum í fyrra.

Kislyak átti meðal annars fundi með fólki sem starfaði fyrir framboð Donalds Trumps fyrir kosningarnar. Má þar nefna Jared Kus­hner, tengdason Trumps. 

Antonov, sem er 62 ára, hefur gegnt starfi aðstoðarutanríkisráðherra frá því í desember en var áður aðstoðarvarnarmálaráðherra.

Hann er þekktur fyrir að vera harður í horn að taka og má þar nefna vopnasamninga ríkjanna tveggja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert