Er Kim Wall fundin?

Kim Wall.
Kim Wall. AFP

Danska lögreglan fann nú síðdegis lík konu í Køge-flóa, þar sem hún hefur leitað að sænsku blaðakonunni Kim Wall. Frá þessu er greint á vef sænska dagblaðsins Expressen.

Í morg­un greindi lög­regl­an í Kaup­manna­höfn frá því að Peter Madsen, eig­andi og skip­stjóri kaf­báts­ins, sem sit­ur í gæslu­v­arðhaldi vegna and­láts Walls, hafi sagt Wall hafa látist af slysförum um borð og að hann hafi hent henni fyrir borð ein­hvers staðar í Køge-flóa. 

Danskir kafarar hafa leitað að Wall í dag.

Það var svo nú síðdegis sem danska lögreglan tilkynnti að lík konu hafi fundist í sjónum á því svæði þar sem leitað var að Wall. Jens Møller, yfirmaður morðdeildar Kaupmannahafnarlögreglunnar, staðfesti við fjölmiðla að líkfundurinn sé nú hluti af rannsókninni. „Hann er það, en ég get ekki tjáð mig nánar um málið að svo stöddu,“ sagði Møller.

Expressen segir líkið hafa fundist um hálffjögurleytið suðvestur af Amager. 

„Ég get staðfest að lík af konu hafi fundist, en við eigum enn eftir að bera kennsl á hver það er,“ segir Henrik Stormer, vaktstjóri hjá Kaupmannahafnarlögreglunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert