Fundu sundurlimað kvenmannslík

Lögreglumenn að störfum á Amager.
Lögreglumenn að störfum á Amager. Skjáskot/TV 2 Danmark

Danska lögreglan greindi frá því nú í kvöld að kvenmannslíkið sem hún fann úti fyrir Amager nú í kvöld sé sundurlimað. Bæði vanti höfuð, fætur og handleggi og því hafi ekki verið borin kennsl á hver konan sé. 

Jyllands Posten hefur eftir lögreglu að líkið hafi legið í sjónum „í nokkurn tíma“.

Lögregla segir of snemmt að segja hvort um sé að ræða líkið af sænsku blaðakonunni Kim Walls.

Í morg­un greindi lög­regl­an í Kaup­manna­höfn frá því að Peter Madsen, eig­andi og skip­stjóri kaf­báts­ins, sem sit­ur í gæslu­v­arðhaldi vegna and­láts Walls, hafi sagt Wall hafa lát­ist af slys­för­um um borð og að hann hafi hent henni fyr­ir borð ein­hvers staðar í Køge-flóa. 

Dansk­ir kafar­ar hafa leitað að Wall í dag. Það var svo um hálffjögurleytið í dag sem greint var frá því að lík konu hafi fundist í sjónum suðvest­ur af Ama­ger. Hafa danskir fjölmiðlar greint frá því í dag að stórt svæði á ströndinni hafi verið girt af. 

Það var hjólreiðamaður sem fann líkið í sjónum og lét lögreglu vita. Kafarar hafa nú verið sendir til leitar þar sem búkurinn fannst, en búið er að senda líkið til réttarmeinafræðings í krufningu.

Kafarar leita nú í sjónum úti fyrir Amager.
Kafarar leita nú í sjónum úti fyrir Amager. Google Maps
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert