Morðið var hluti af kynlífsfantasíu

Wyndham Lathem (t.v.) og Andrew Warren.
Wyndham Lathem (t.v.) og Andrew Warren.

Morðið á 26 ára gömlum bandarískum hárgreiðslumanni var hluti af kynlífsfantasíu sem varð til hjá starfsmanni Oxford-háskóla og kennara við Northwestern-háskóla á spjallrás á netinu. Skipulögðu þeir að drepa einhvern og svo sjálfa sig. Þetta kom fram í máli saksóknara fyrir dómara í gær þegar málið var tekið fyrir.

Frétt mbl.is: Kenn­ar­ar eft­ir­lýst­ir fyr­ir morð

Andrew War­ren, 56 ára gjald­keri við Oxford-há­skóla, og Wynd­ham Lat­hem, 42 ára kenn­ari í ör­veru­fræði við Nort­hwestern-há­skóla í Chicago, hafa verið ákærðir fyrir morðið á James Cornell-Duranleau 27. júlí sl. Var hann kærasti Lathem.

Stungu þeir manninn yfir sjötíu sinnum á svo hrottafenginn hátt að hann var nánast afhöfðaður. 

Lathem og Warren höfðu rætt um fantasíur sínar mánuðum saman, þar sem þeir sögðust vilja „drepa einhvern og svo sjálfa sig,“ sagði Natosha Toller, saksóknari í málinu. 

Lathem borgaði fyrir flug Warren til Bandaríkjanna og sótti hann sjálfur á flugvöll í Chicago nokkrum dögum fyrir morðið. Daginn fyrir morðið bókaði Lathem herbergi fyrir Warren á hóteli nærri íbúð í fjölbýlishúsi þar sem morðið var framið. 

Bað Warren að taka myndband af morðinu

Um klukkan hálffimm morguninn 27. júlí kom Warren að íbúðinni, þar sem Lathem hleypti honum inn. Náði Lathem því næst í hníf og byrjaði að stinga Cornell-Duranleau í bringu og háls. Lathem hafði beðið Warren að taka myndband af morðinu með símanum sínum, sem hann gerði hins vegar ekki. 

Þegar Cornell-Duranleau vaknaði byrjaði hann að öskra og berjast á móti. Warren lamdi hann þá í höfuðið með þungum lampa áður en hann fór og sótti tvo eldhúshnífa. Því næst byrjaði hann að stinga manninn líkt og Lathem var að gera. Klukkustund síðar yfirgáfu þeir íbúðina.

Upp komst um málið er ein­hver í mót­töku fjöl­býl­is­húss­ins þar sem morðið var framið hringdi á lög­regl­una. Eftir að hafa verið leitað í átta daga gáfu mennirnir sig fram við lögreglu.

Lög­regla seg­ir Lat­hem hafa sent mynd­band til fjöl­skyldu og vina þar sem hann baðst af­sök­un­ar á aðkomu sinni að morðinu. Sagði hann það „stærstu mis­tök lífs míns“. Í kjöl­farið óttaðist lög­regla að hann væri í sjálfs­vígs­hug­leiðing­um. 

Dag­inn sem morðið var framið keyrðu War­ren og Lat­hem til Wiscons­in þar sem ann­ar þeirra lagði þúsund doll­ara inn á bóka­safn í nafni Cornell-Duran­leaus. 

Frétt CBS fréttastofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert